Heimsmarkaðsverð á fiskilýsi og fiskimjöli hefur hækkað undanfarin ár. Það hefur haldist í hendur við minni veiði í heiminum ásamt uppskerubrests í Suður-Ameríku.

Skv. Globefish hækkaði fiskimjölsframleiðslan um 21% á fyrsta ársfjórðungi 2011. Ástæðu þess má rekja til aukinnar veiði íslendinga en mjölframleiðslan jókst úr 49 þúsund tonnum í 115 þúsund tonn á þessu tímabili. Eftir því sem leið á árið minnkaði hins vegar heimsframleiðslan og ef litið er til fyrri árshelmings 2012 samanborið við fyrri árshelming 2011 féll framleiðslan úr 1.6 milljónum tonna í 1.1 milljón tonn. Ástæðuna má rekja til minna framboðs á hráefnum en hráefni til framleiðslu á mjöli hefur minnkað úr 7.4 milljónum tonna í 5.1 milljón tonn miðað við fyrri árshelminga 2011 og 2012.

Sömu sögu má segja um heimsmarkaðsverð á fiskiolíu. Hækkun á heimsmarkaðsverðum má rekja til minni veiði og auknum líkum á að El Nino fari að láta á sér kræla. Eins og með fiskimjölið þá varð mikil lækkun á heimsframleiðslu á fiskilýsi og þá sér í lagi hjá þjóðum eins og Perú, Noregi og Danmörku. Íslendingar drógu þó úr fallinu með aukinni framleiðslu.

Vegna minni veiði í Perú og Chile má búast við enn meiri hækkun á heimsmarkaðsverðum það sem af er ári. Eftir því sem líkur aukast á að El Nino mæti á svæðið má búast við að verð hækki enn frekar. Aukin eftirspurn eftir öðrum mjölhráefnum eins og sojabaunum og repju styrkir þær spár.

Sístækkandi Omega 3 markaðurinn þarfnast einnig meira magns af fiskiolíu sem ýtir undir verðhækkun. Allt stefnir í að þessi tískubylgja haldi áfram að breiðast út en markaðurinn er ómettaður.

Verð fiskimjöls í ISK/tonn síðastliðin 5 ár

Verð lýsis í ISK/tonn síðastliðin 5 ár

Heimild: Globefish og Indexmundi.com