flutningalandid-800x600

Miðasala er hafin á ráðstefnuna Flutningalandið Ísland sem nú er haldin þriðja árið í röð. Á meðal ræðumanna eru Zoe Arden, sérfræðingur um sjálfbærni í viðskiptum frá SustainAbility og Skúli Mogensen, forstjóri WOW Air.

Skilvirkar samgöngur til og frá landi eru forsenda lífsgæða og öflugs atvinnulífs á Íslandi og markmið Flutningalandsins Íslands er að skapa þekkingar -og samræðuvettvang fyrir þá sem starfa í flutningum og flutningatengdum atvinnugreinum. Á ráðstefnunni sameinast leiðtogar, stjórnendur og aðrir sérfræðingar til að ræða og fræðast um þá framtíð sem blasir við íslensku atvinnulífi með tilliti til flutninga og innviða þeirra. 

Í þetta sinn verður kafað í málefni á borð við framtíð Íslands sem tengipunktur milli Norður-Ameríku og Evrópu, hraðlest milli Keflavíkur og Reykjavíkur, framtíð Reykjavíkur sem atvinnusvæðis, einkafjárfestingu í samgöngumannvirkjum, áhrif nýrrar tækni á flutninga, Ísland sem umskipunarhöfn á norðurslóðum, áhrif flutninga á sótspor sjávarafurða hérlendis og hvað það þýðir að stunda viðskipti á sjálfbæran hátt.

Flutningalandið Ísland er haldið að frumkvæði flutninga- og hafnahóps Íslenska sjávarklasans sem samanstendur af 20 fyrirtækjum. 

Ráðstefnan er haldin í Hörpu. Hægt er að nálgast miða á tix.is eða með því hafa samband við Íslenska sjávarklasann í síma 577-6200 eða sjavarklasinn@sjavarklasinn.is

Dagskrá

8:30
Kaffi og kleinur
9:00 – 10:20

Setning / Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskip
Framtíð Íslands sem tengipunktur / Skúli Mogensen, forstjóri WOW air
Hraðlest milli Keflavíkur og Reykjavíkur / Kjartan Eiríksson, stjórnarformaður Fluglestarinnar

10:20 – 10:40
Kaffi
10:40 – 11:40

Samgöngur um atvinnusvæðið Reykjavík árið 2040 / Þorsteinn Hermannsson, samgöngurstjóri Reykjavíkur
Flutningar og stafræn tækni / Ingi Björn Sigurðsson, framkvæmdastjóri Brum Funding
Finnafjörður og Ísland sem umskipunarhöfn / Hafsteinn Helgason, sviðsstjóri viðskiptaþróunar Eflu

11:40 – 12:30 
Hádegisverður
12:30 – 13:30

Integrating Sustainability into your Business / Zoë Arden, sviðsstjóri hjá hugveitunni SustainAbility
Kolefnisspor íslenska flugfisksins / Mikael Tal Grétarsson, forstöðum. útflutningssviðs Icelandair Cargo

Ráðstefnustjóri: Þórey Vilhjálmsdóttir

 

 

 

fluningalandid-2016-original

flutningahopur