Verkstjórafundur Íslenska sjávarklasans

Verkstjórafundur Íslenska sjávarklasans

Fjórði Verkstjórafundur Íslenska sjávarklasans verður haldinn dagana 7.-8. janúar 2016 í Húsi sjávarklasans Grandagarði 16. Tilgangur fundarins er fyrst og fremst að efla samstarf þeirra sem standa fremst í fiskvinnslu í landinu og bæta þannig gæði vinnslunnar og nýtingu afurðanna. Á fundunum gefst þátttakendum tækifæri til að kynnast betur, efla þekkingu sína og styrkja tengslanet. Áhersla fundarins að þessu sinni verður á öryggismál, stjórnun og leiðtogahlutverk. Auk þess verða kynntar ýmsar tækninýjungar fyrir fiskvinnslur ásamt nýjum vörum og nýsköpun í sjávarútvegi. Verkstjórafundurinn er að hluta til unninn í samstarfi við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og öryggisáðstefnu þeirra á Grand hóteli Reykjavík.