Stjórnun nýsköpunar innan fyrirtækja og stofnana

Stjórnun nýsköpunar innan fyrirtækja og stofnana

Viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík og Opni háskólinn í HR, í samstarfi við Icelandic Startups, bjóða til ráðstefnu um nýsköpun innan fyrirtækja og stofnana þriðjudaginn 20. september 2016, kl. 8:00 – 12:30.

Dr. Marc J. Epstein, prófessor við Rice University í Bandaríkjunum heldur inngangserindi á ráðstefnunni. Dr. Epstein hefur skrifað fjölda bóka og greina um nýsköpun skipulagsheilda, þ.á.m. bókina Making Innovation Work, ásamt því að sinna ráðgjöf fyrir nokkur af áhrifamestu fyrirtækjum heims s.s. Apple og Google. Á ráðstefnunni munu sérfræðingar í stjórnun nýsköpunar hjá íslenskum fyrirtækjum og stofnunum og Háskólanum í Reykjavík einnig miðla af reynslu sinni.

Nánari upplýsingar og skráning á www.ru.is/opnihaskolinn

Aðgangseyrir: 29.000 kr.