Hnakkaþon – útflutningskeppni sjávarútvegsins

Hnakkaþon – útflutningskeppni sjávarútvegsins

Hnakkaþon er samkeppni fyrir upprennandi sérfræðinga í markaðsmálum, hugbúnaði, tækni og vörustjórnun til að sanna hæfni sína og hæfileika í að þróa og útfæra lausnir fyrir fyrirtæki í sjávarútvegi. Áskorun Hnakkaþonsins varðar einn af megin atvinnuvegum þjóðarinnar og öll þau umsvif sem þarf til að koma hágæða vöru á alþjóðlega markaði.