Dagur þorsksins

Dagur þorsksins

Hús sjávarklasans verður opnað almenningi á Degi þorsksins og gefst kostur á að kynna sér framleiðendur ólíkra afurða á borð við matvæli, snyrtivörur, fæðubótarefni og tískuvörur úr þorskinum. Þá munu tæknifyrirtæki jafnframt sýna hvernig íslensk tækni hefur stóraukið verðmæti og nýtingu fisksins á undanförnum árum.