Á dögunum hófst vinna við grunn saltvinnsluhúss við Reykhólahöfn á Vestfjörðum, en forkólfar saltvinnslunnar, Garðar Stefánsson og Søren Rosenkilde hafa nú aðsetur í frumkvöðlasetrinu í Húsi sjávarklasans. Við saltvinnsluna verður heitt vatn notað til að eima salt upp úr sjó á opnum stálpönnum eins og þekkist víða. „Hönnunin hjá okkur er hins vegar alveg ný,“ segja þeir. „Markmið okkar er skýrt: Að búa til besta salt í heimi. Okkur langar til að byggja upp fyrirtæki sem allir geti verið stoltir af hér á Reykhólum.“

Stefnt er að því að húsið verði tilbúið og saltvinnslan hefjist sem allra fyrst á nýja árinu og ekki síðar en í vor, þó að tíðarfar ráði þar auðvitað einhverju. Þeir félagar segja að markaðsmálin séu í fullum gangi og stefnt sé bæði á innanlandsmarkað og erlenda markaði. Hægt er að kynna sér verkefnið betur í þessari frétt á Reykhólavefnum.

Garðar og Søren á nýja vinnusvæðinu. Af vef Reykhólahrepps.

Groundwork on a new sea salt processing plant in Reykholar (in the Westfjords of Iceland) began this week, but frontmen Garðar Stefánsson and Søren Rosenkilde are now based in the Innovation Center in the Ocean Cluster House. The factory will use hot water for condensing salt from the sea in traditional open steal pans. „Our design is brand new however. Our goal is clear: To make the best salt in the world.“ says Garðar. The plant construction is scheduled to be completed early next year but the team says right now they are going full force into marketing.

Garðar and Søren at the new construction site. Photo: Reykholar.is