Samkvæmt nýlegri rannsókn Sigrúnar Eddu Eðvarðsdóttur við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands á málefnum útsendra starfsmanna í sjávarútvegi og -iðnaði virðist vera brotalöm á því hvernig íslensk fyrirtæki hafa haldið utan um þennan málaflokk. Rannsóknin er meistaraverkefni og var unnin í samvinnu við Sjávarklasann á haustmánuðum ársins 2014. Rætt var við starfsmenn fyrirtækja sem höfðu starfað sem útsendir starfsmenn á tímabilinu 1988 – 2013. Niðurstöður benda til þess að lítil áhersla sé lögð á að undirbúa starfsmenn og fjölskyldur þeirra undir að flytja á erlenda starfsstöð. Ennfremur er lítill stuðningur veittur við heimkomuna og fyrirtækin missa þekkingu og reynslu starfsmannanna frá sér.

Lesa má útdrátt úr rannsókn Sigrúnar hér.

sigrun2

Sigrún Edda Eðvarðsdóttir