Í dag birtist stuttur pistill ef Þór Sigfússon stofnanda Sjávarklasans í Morgunblaðinu þar sem hann segir m.a: „Ef rétt er á mál­um haldið kann að vera að allt að helm­ing­ur veltu bláa hag­kerf­is­ins sé lítið eða ekk­ert tengd­ur hefðbundn­um veiðum inn­an 20 ára.“

Pistillinn í heild sinni er svohljóðandi: 

 
Bláa hag­kerfið, eða öll starf­semi sem viðkem­ur haf­inu í kring­um Ísland, get­ur þre­fald­ast að um­fangi á næstu tveim­ur ára­tug­um. Land­helg­in okk­ar er stærri en Frakk­land og þar leyn­ast mörg tæki­færi til að skapa verðmæti og áhuga­verð störf til framtíðar.

Bróðurpart­ur veltu bláa hag­kerf­is­ins í dag er tengd­ur hefðbundn­um veiðum. Ef rétt er á mál­um haldið kann að vera að allt að helm­ing­ur veltu bláa hag­kerf­is­ins sé lítið eða ekk­ert tengd­ur hefðbundn­um veiðum inn­an 20 ára. Nýj­ar at­vinnu­grein­ar, sem nýta auðlind­ir land­helgi okk­ar, munu skjóta enn frek­ar rót­um og geta orðið fyr­ir­ferðar­mikl­ar á kom­andi árum.

Tæki­fær­in liggja m.a. í auk­inni fiski­rækt, líf­tækni, full­vinnslu auka­af­urða, tækniþróun tengdri um­hverf­is­mál­um, skipa­hönn­un og vinnslu, auk­inni markaðssetn­ingu með ís­lensk­ar sjáv­ar­af­urðir er­lend­is, vax­andi stofn­um nýrra veiðiteg­unda við Ísland eins og skel­fiski og nýt­ingu þara og rækt­un þör­unga svo eitt­hvað sé nefnt.

Fjöldi stofn­ana og fé­laga­sam­taka hef­ur stuðlað að því á síðustu árum að mun meiri umræða fer nú fram um tæki­fær­in í bláa hag­kerf­inu og margt hef­ur áunn­ist í verðmæta­sköp­un. Á kom­andi árum þurfa þess­ir aðilar að efla sam­starf sín í milli til að vinna að fram­gangi bláa hag­kerf­is­ins. Þrátt fyr­ir gott starf hef­ur ekki tek­ist nægi­lega vel að kynda und­ir áhuga nýrra kyn­slóða Íslend­inga á þeim tæki­fær­um sem við sjá­um í haf­inu.

Við Íslend­ing­ar eig­um að ávinna okk­ur traust sem for­ystu­land í ný­sköp­un og um­hverf­is­vernd á haf­inu. Þá þurf­um við að muna að lang­flest öfl­ug­ustu fyr­ir­tæk­in sem tengj­ast bláa hag­kerf­inu hafa orðið til að hluta eða öllu í sam­starfi við rann­sókn­art­eymi í há­skól­um, Matís eða Hafró. Efla þarf þess­ar stofn­an­ir. Þá þarf að styrkja enn frek­ar sam­keppn­is­sjóði og efla ný­sköp­un­ar- og frum­kvöðlaum­hverfið hér­lend­is.

Árið 2020 get­ur orðið árið sem lagði grunn­inn að mark­viss­ari stefnu og sam­starfi um bláa hag­kerfið á Íslandi.