Í dag birti Íslenski sjávarklasinn nýja greiningu um tæknifyrirtækin á Íslandi. Sjávarklasinn hefur tekið saman gögn um tæknifyrirtækin árlega sl. ár og var núna rýnt í 2019. Mikið vatn hefur runnið til sjávar á milli áranna 2019 og 2020 og hafa fyrirtækin sem fjölguðu starfsfólki árið 2019 mörg hver þurft að straumlínulaga sig árið 2020 vegna aðstæðna á heimsvísu. Áfram er vöxtur hjá fyrirtækjunum en honum er aðallega haldið uppi af stærstu fyrirtækjunum en hin smærri sjá þó tækifæri til vaxtar. Tækifærin liggja einna helst í áframhaldandi róbótavæðingu, yfirtökum eða sameiningu fyrirtækja.

Greininguna í heild sinni á íslensku má lesa hér.