[gdlr_notification icon=“icon-flag“ type=“color-background“ background=“#62bdc7″ color=“#ffffff“]Þú ert að lesa vefútgáfu af skýrslunni Efnahagsleg umsvif og afkoma sjávarklasans á Íslandi 2013. Hægt er að sækja skýrsluna í heild á PDF undir útgáfa.[/gdlr_notification]

Fullvinnsla annarra afurða

Síðasta aldarfjórðunginn hefur orðið gjörbylting í aflameðferð og aflanýtingu fiskafurða á Íslandi. Einn angi þeirrar þróunar hefur falist í aukinni framleiðslu og útflutningi ýmissa aukaafurða, svo sem hausa, lifrar, hrogna og annarra sambærilegra afurða. Þorsklifur er sú afurð í þessum flokki sem síst ætti kannski að kalla aukaafurð enda hefur hún verið nýtt um langa hríð hér á landi. Lýsis hf. var stofnað árið 1938 og er nú risi á íslenska heilsuvörumarkaðnum og leiðandi í heiminum í vinnslu fiskiolía og afurða úr þeim. Fyrirtækið byggir að miklu leyti starfsemi sína á rannsóknum og vöruþróun og er með útflutning til um 80 landa. Þá er Lýsi hf. einnig komið með leyfi til lyfjaframleiðslu og hefur stofnað lyfjafyrirtækið Lipid Pharmaceuticals ásamt vísindamönnum við Háskóla Íslands og Landsspítalann. Lýsi hf. er gott dæmi um matvæla- og iðnaðarfyrirtæki í sjávarklasanum sem orðið er að öflugu þekkingarfyrirtæki.

EH5

Útflutningur á niðursoðinni þorsklifur hefur tekið mikinn kipp undanfarin ár en það er eftirsótt afurð víða um Evrópu. Eitt öflugasta fyrirtækið á þessu
sviði er Akraborg sem framleiðir einnig fjölda annarra vörutegunda í niðursuðudósum, meðal annars skötuselslifur, svil, loðnu og fleira. Fyrirtækið framleiðir um 11 milljón dósir árlega. Meðal annarra öflugra fyrirtækja á þessu sviði eru JS Seafood og Ægir sjávarfang.

Á síðustu áratugum hafa einnig byggst upp öflug fyrirtæki í þurrkun fiskafurða en um 10-12 fyrirtæki eru nú á því sviði og fjöldi starfsmanna þeirra líklega um 250-300. Flest þurrkunarfyrirtæki búa yfir afar öflugum tæknibúnaði sem þróaður hefur verið af innlendum tæknifyrirtækjum. Ætla má að á bilinu 50- 60 þúsund tonn (ferskt) af hausum séu þurrkaðir og fluttir út árlega hér á landi. Útflutningsverðmæti þeirra var um 8 milljarðar króna árið 2013.

Fullvinnsla afurða hvers konar verður mikilvægara íslenskum sjávarútvegi með hverju árinu sem líður. Hér að neðan má sjá virðispíramýða sjávarafurða en með því að færa sig upp um þrep í honum má skapa verðmætari afurðir úr hráefninu sem fellur til. Nokkur íslensk fyrirtæki eru í efri þrepum píramýðans, ýmist með vörur í þróun eða tilbúnar vörur sem komnar eru á markað. Leiðin að efri þrepunum er oftar en ekki farin með hagnýtingu líftækninnar.

[gdlr_divider type=“dotted“ ]

Næsta síða: Líftækni